Kæru GR konur,
Frá og með fyrstu vikunni í mars munu allar fréttir af mótum, úrslit, stöður og annað sem viðkemur kvennastarfi klúbbsins eingöngu vera birt á vefsíðu klúbbsins undir flipanum Félagsstarf – Kvennastarf. Kvennanefndin mun áfram segja frá mótum, stöðum, úrslitum og öðrum viðburðum á facebook síðunni GR konur en tölvupóstur verður ekki sendur eins og áður hefur verið.
Við hvetjum konur einnig til að skrá sig á póstlistann „Kylfingur fréttabréf“ en þar eru sendar út fréttir og tilkynningar um það sem er að gerast hjá klúbbnum hverju sinni.
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun í sjöttu umferð.
Kveðja,
Kvennanefnd