Tilkynning frá vallarstjóra Korpu

Tilkynning frá vallarstjóra Korpu

Ágætu kylfingar, 

Það er búin að vera góð ásókn af fólki að spila Korpuna síðan við opnuðum 12 maí. Sumarið hefur farið hægt af stað þar sem veðurguðirnir hafa ekki alveg með okkur í liði, völlurinn var mikið blautur eftir met rigningar í maí og bauð völlurinn því ekki upp á að hægt væri að nota golfbíla fyrstu vikurnar.

Nú þegar nálgast miðjan júní er jarðvegshitinn rétt að skríða yfir 10°C og þá fer nú sprettan að koma almmenilega inn. Teigarnir eru margir mjög slæmir og er notkun á þeim ekki að bæta ástand þeirra og höfum við því brugðið á það ráð að færa út af mjög mörgum teigum til að gefa þeim hvíld til að fá betri grasvöxt. Á þetta aðallega við um gula teiga og hafa þeir ýmist verið færið fram eða aftur og vona ég að þessar aðgerðir mæti fullum skilningi.

Fjórar flatir á Korpu voru ekki í sínu besta formi þegar tímabilið hófst en eru þær allar að koma til mikil vinna hefur verið lögð í þessar flatir og er einhver vinna eftir til að gera allir flatirnar eins og best verður á kosið fyrir meistaramót og vonum við að þetta gerist hratt núna þegar hitastigið fer hækkandi. Ég vil að gefnu tilefni biðja kylfinga að vera duglegri með flatargaflana, því þegar flatirnar eru svona gisnar þá sjást boltaförin enn betur og trufla þá púttin ykkar einnig. Starfsmenn hafa ekki bolmagn né tíma til að laga öll boltaför og því biðla ég til ykkar að létta undir með okkur.

Í þessari viku munum við síðan halda áfram með þá framkvæmd sem sat eftir á vellinum í vetur, að breyta 16 brautinni og loka þar með alveg á gömlu 15. holuna með hólum og glompum. Á meðan við vinnum verkið verður svæðið, sem er neðan við 16. flötinina, merkt blátt. Settir verða tveir til þrír fallreitir brautarmegin við svæðið og eru kylfingar beðnir að láta boltann falla í þann fallreit sem er styðst frá þar sem boltinn nemur staðar, þó svo að næsti fallreitur sé nær holu. Munum við stefna á að vinna verkið eins hratt og við mögulega getum

Með von um gott golfsumar,

Hólmar Freyr Christiansson
Vallarstjóri Korpu

Til baka í yfirlit