Tilkynning frá vallarstjóra Korpu - vetrarundirbúningur að hefjast

Tilkynning frá vallarstjóra Korpu - vetrarundirbúningur að hefjast

Ágæti kylfingur,

Nú er farið að hausta eftir erfitt og miður skemmtilegt sumar, fyrsta næturfrostið kom í morgun til að láta vita af því að veturinn sé rétt handan við hornið. Fyrst veturinn er að nálgast sjáum okkur knúna að fara að undirbúa okkur með því að gata flatir, sanda og koma vellinum í vetrarbúning. Við viljum alls ekki brenna inni með þessar aðgerðir og munum því hefja framkvæmdir strax í næstu viku. Af þeim sökum verður lykkjum lokað einni af annarri  frá mánudagsmorgni til seinniparts á föstudag. Ef aðgerðir ganga hraðar og verki verður lokið fyrr en áætlað er munum við opna og senda út tilkynningu þess efnis.

Lokanir framundan verða sem hér segir:

Landið: lokar mánudag 10. september og opnar að nýju föstudag 14. september
Sjórinn: lokar mánudag 24. september og opnar að nýju föstudag 28. september
Áin: lokar mánudag 1. október og opnar að nýju föstudag 5. október

Ástæða þess að við förum í þessar aðgerðir núna er tvíþætt, annars vegar er jarðvegurinn orðinn vel þjappaður og súrefnissnauður vegna mikils ágangs í sumar, það hefur ekki verið gatað af þessari stærðargráðu síðastliðin ár og nú er kominn tími til. Hinsvegar vantar nokkuð af lífrænum efnum í nýrri flatir vallarins og munum við nýta holurnar sem myndast til að koma lífrænum efnum niður í jarðveginn.

Með von um áframhaldandi gott samstarf,

Hólmar Freyr Christiansson
Vallarstjóri Korpu

Til baka í yfirlit