Tilkynning frá vallarstjórum - minnum á boltaförin

Tilkynning frá vallarstjórum - minnum á boltaförin

Ágætu félagsmenn og aðrir kylfingar,

Það er aldrei of oft sagt að lagfæring á boltaförum hefur mikið að segja fyrir gæði golfvalla og haldast flatir og brautir seint góðar ef kylfingar sameinast ekki um að ganga frá þeim förum sem þeir skilja eftir sig við leik á velli.

Við viljum því góðfúslega minna ykkur öll á þá sameiginlegu ábyrgð sem við höfum með frágang á þeim boltaförum sem eiga til að myndast við leik.

Með von um áframhaldandi gott samstarf

Kveðja, 
Vallarstjórar

 

Til baka í yfirlit