Samvæmt veðurspá næstu daga má gera ráð fyrir næturfrosti aðfaranótt föstudags, laugardags og sunnudags. Verði af þeirri spá má reikna með því að vellir félagsins verði lokaðir framan af á þeim dögum sem spáin nær yfir. Við biðjum félagsmenn um að hafa það í huga þegar bókaðir eru rástímar þessa daga.
Á morgun, fimmtudag, þurfa vallarstarfsmenn Korpunnar að fara í mikið viðhald á þremur flötum vallarins, á brautum 1, 19 og 25. Kylfingar mega vera viðbúnir því að leikið verði inn á vetrargrín á meðan á þeirri vinnu stendur.
Kveðja,
Vallarstjórar