Tilkynning frá viðbragðshóp GSÍ vegna Covid-19 - golfleikur og mótahald

Tilkynning frá viðbragðshóp GSÍ vegna Covid-19 - golfleikur og mótahald

Á hádegi í dag,  31. júlí taka gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19.

Varðandi almennan golfleik
Viðbragðshópur GSÍ leggur því til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí. Verða þær reglur í gildi þangað til annað verður tekið fram.

Tillaga að staðarreglum vegna samkomubanns frá 4. maí.
Covid-19-Stadarreglur
Minnisblað – Viðbragðshópur vegna Covid-19
Minnisblað – Viðbragðshóps
 

Varðandi mótahald
Viðbragðshópur GSÍ bíður eftir skýrum svörum frá ÍSÍ og sóttvarnalækni varðandi mótahald og hvaða áhrif þessar nýju aðgerðir hafa á það.

Golfsambandið er í virku samtali við ÍSÍ og yfirvöld og munum við koma áfram öllum nýjum upplýsingum eins hratt og unnt er eftir því sem fram vindur. 

Hertar aðgerðir vegna Covid-19
Minnisblað sóttvarnalæknis 

Stjórn GSÍ hvetur golfhreyfinguna áfram til að sýna varkárni í allri starfsemi og fara að öllu með gát.

Frétt tekin af vefsíðu Golfsambandsins

 

Til baka í yfirlit