Tilkynning til félagsmanna – ógreidd félagsgjöld

Tilkynning til félagsmanna – ógreidd félagsgjöld

Sendur hefur verið út tölvupóstur til þeirra félagsmanna sem áttu ógreidd félagsgjöld hjá klúbbnum þann 26. apríl síðastliðinn. Enn er hægt að ganga frá greiðslu gjalda í gegnum bankann og minnum við á þær greiðsludreifingarleiðir sem hægt er að nýta sér – á kreditkort eða með kröfum í banka.

Ætli félagsmaður ekki að vera meðlimur þetta árið eða vilji gera breytingar á fyrra greiðslufyrirkomulagi er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu í síma 585-0200.

Undanfarna mánuði hefur langur biðlisti myndast eftir inngöngu í klúbbinn, þeir félagar sem ekki hafa haft samband við skrifstofu vegna gjalda fyrir 10. maí næstkomandi verða teknir af félagaskrá og nýir félagar teknir inn í þeirra stað.

Með kveðju,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit