Tilkynning til félagsmanna – reglur um bókunarfyrirvara

Tilkynning til félagsmanna – reglur um bókunarfyrirvara

Vegna uppfærslu á www.golf.is í síðustu viku fóru stillingar um bókunarfyrirvara eitthvað milli hluta, unnið var að því um helgina að koma þessum stillingum aftur í rétt horf og vonum við að þær skili sér rétt inn í rástímakerfið hér eftir.

Að gefnu tilefni vill Golfklúbbur Reykjavíkur einnig benda félagsmönnum sínum á að virða þær reglur sem gilda um bókunarfyrirvara á www.golf.is – en gildandi reglur eru eftirfarandi:

Bókunarfyrirvari 4 dagar – rástímar frá kl. 07:00-14:50
Leyfilegt er að byrja að skrá í þessa tíma frá kl. 08:00 að morgni, fjóra daga fram í tímann

Bókunarfyrirvari 3 dagar – rástímar frá kl. 15:00-21:00
Leyfilegt er að byrja að skrá í þessa tíma frá kl. 08:00 að morgni, þrjá daga fram í tímann

Bókunarfyrirvari.pdf

Þeir starfsmenn sem eru að hefja störf í golfverslunum fyrir komandi sumar eru flest öll ný og að læra. Mistök urðu vegna þessa í gær og biðjum við félagsmenn velvirðingar á því. Mikilvægt er þó að við hjálpumst öll að við að halda utan um að þeim reglum sem klúbburinn setur sé fylgt eftir.

Með von um gott samstarf í sumar,

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit