Tilkynning til félagsmanna v/innheimtu frá Motus

Tilkynning til félagsmanna v/innheimtu frá Motus

Eins og margir félagsmenn okkar hafa orðið varir við þá tók Golfklúbbur Reykjavíkur nýtt greiðslukerfi í gagnið fyrir áramótin og fer öll innheimta nú í gegnum Nóra félagavef sem haldið er úti af Greiðslumiðlun ehf.

Í vikunni urðu þau mistök að ógreidd félagsgjöld, með gjalddaga 2. janúar, voru send í fruminnheimtu hjá Motus með tilheyrandi kostnaði.

Við biðjum félagsmenn okkar velvirðingar á þessum mistökum og látum hér með vita að sá innheimtukostnaður sem fram kemur á innheimtubréfum sem dagsett eru 14. janúar verður ekki innheimtur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit