Tilkynning vegna biðlista fyrir inngöngu í Golfklúbb Reykjavíkur 2018

Tilkynning vegna biðlista fyrir inngöngu í Golfklúbb Reykjavíkur 2018

Golfklúbbur Reykjavíkur getur því miður ekki bætt við fleiri nýjum meðlimum af biðlista fyrir sumarið 2018.  Stjórn klúbbsins þykir leitt að geta ekki komið til móts við þá fjölmörgu kylfinga sem hafa sótt um inngöngu en hámarki samþykkts félagafjölda hefur nú verið náð.

Biðlistinn mun flytjast áfram til næsta árs og verða þeir kylfingar sem þegar hafa sótt um inngöngu áfram á biðlista fyrir inngöngu í Golfklúbb Reykjavíkur árið 2019.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit