Tilmæli frá Yfirdómara fyrir hraðari leik

Tilmæli frá Yfirdómara fyrir hraðari leik

Nú verður ræst út með mun styttra millibili en áður, það verða 8/9 mínútur í sumar, það er gert svo fleiri kylfingar geti spilað vellina á degi hverjum, en gæta verður vel að leikhraða svo allir geti notið leiksins sem best.

Tími fyrir hvert högg er að hámarki 45 sekúndur, tími byrjar að telja þegar leikmaður er kominn að boltanum sínum og hann er fær um að leika án truflana.  Það þarf samt ekki að nýta sér allan þann tíma við hvert högg, mikilvægt er að leika án tafar og halda góðum takti í leik sínum.

Nokkur góð ráð til kylfinga til að halda sem best uppi leikhraðanum:

Almennt í öllum höggum:

 • Ganga mjög rösklega á milli högga.
 • Vera ávallt tilbúinn þegar röðin kemur að þér.
 • Ready Golf, slá þegar maður er tilbúinn, ekki endilega að bíða eftir þeim sem á að slá ef hann er ekki tilbúinn, svo framarlega sem það truflar ekki aðra, það má líka á teig ef sá sem á teiginn er ekki tilbúinn.
 • Borða nestið sitt á þeim tíma sem það truflar ekki aðra og leikhraðann.
 • Punktakeppni, þegar leikmenn eru búnir með punktana sína á hverri holu, taka upp boltann og hvíla sig fyrir næstu holu.


Á teig:

 • Sá sem á teiginn, að vera meðvitaður um það og vera þá tilbúinn þegar komið er á teiginn.
 • Skrá skor þegar komið er á teiginn, án þess að það tefji leik, ef flötin/brautin er auð, og hægt að slá strax, er mikilvægt að sá sem á teiginn, slái strax og skrifar svo.
 • Til gamans mætti taka tímann á hverju höggi á teig, svo menn geri sér betur grein fyrir sínum leikhraða.


Á og við flöt:

 • Lesa sína púttlínu á meðan aðrir eru að gera.
 • Skilja golfsettið eftir þeim megin við flatirnar sem gengið er útaf flöt og á næsta teig.
 • Þegar stutt pútt er eftir, pútta út án þess að merkja boltann, ef þarf að merkja bolta og skoða línuna, þá að merkja og bíða þangað til aðrir eru búnir og röðin komin að viðkomandi, nýta tímann í að lesa línuna.
 • Yfirgefa flöt um leið og allir eru búnir að leika.
 • Drífa sig frá flötinni eins fljótt og hægt er, svo næsti ráshópur geti slegið inná flötina.


Á braut:

 • Ganga beint að sínum bolta ef það truflar ekki aðra leikmenn, og vera tilbúinn.
 • Ef kylfingar í sama holli eru sitthvoru megin á brautinni og trufla ekki hvorn annan, geta þeir báðir slegið.
 • Þegar leita þarf að bolta einhvers leikmanns, er mikilvægt að þeir sem vita um sinn bolta slái fyrst og hjálpi svo hinum að leita.
 • Aðeins má leita að bolta í 3 mínútur, ef menn eru ekki að taka tímann, þá að hætta fyrr en seinna.
 • Ef tveir boltar eru týndir á svipuðum slóðum má aðeins leita samtals í 3 mín að báðum boltunum.

Ef kylfingar lumu á öðrum góðum ráðum, endilega að senda það á domari@grgolf.is

Til baka í yfirlit