Tiltektardagur í Básum fimmtudag 20. september

Tiltektardagur í Básum fimmtudag 20. september

Á fimmtudaginn kemur, 20. september ætlum við að taka til hendinni í Básum eftir sumaropnun og safna saman boltum fyrir veturinn. Þar sem margar hendur vinna létt verk þá óskum við eftir aðstoð félagsmanna okkar í verkið. Mæting er frá kl. kl. 16:00-18:00 og munu verkefnum vera úthlutað þegar mætt er á staðinn, boðið verður upp á pizzu og pepsi að verki loknu.

Athugið að Básar verða lokaðir eftir kl. 16:00 þennan dag.

Vonumst til að sjá sem flesta mæta með okkur og koma Básum í gott horf fyrir veturinn!

Kveðja,
Starfsfólk Bása og Golfklúbbs Reykjavíkur

Til baka í yfirlit