Tólfti vinavöllurinn – Hamarsvöllur Borgarnesi, tilboð á gistingu

Tólfti vinavöllurinn – Hamarsvöllur Borgarnesi, tilboð á gistingu

Það er ánægjulegt að tilkynna félagsmönnum um áframhaldandi samstarf GR við Golfklúbb Borgarness en Hamarsvöllur hefur nú bæst við í hóp vinavalla fyrir komandi sumar og er sá tólfti sem félagsmenn GR geta heimsótt á vinavallakjörum. Forsvarsmenn Golfklúbbs Borgarness hafa ávallt haft ánægju af því að taka á móti kylfingum GR og er því sönn ánægja að kynna áframhaldandi samstarf á milli klúbbana.

Aðstaðan hjá Golfklúbbi Borgarness er hin glæsilegasta og munu þeir nú í sumar bjóða sumartilboð á gistingu fyrir tvo ásamt morgunverði hjá Icelandair Hótel Hamri alla virka daga fyrir kr. 15.000. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur ættu því að geta nýtt sér þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er við Hamarsvöll, mætt til að spila golf og njóta góðra stunda á Hamarsvelli.

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða sama verð og í fyrra eða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Hamarsvöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Vefsíða Golklúbbs Borgarness

Alla vinavelli félagsins fyrir komandi tímabil má kynna sér hér á vefnum undir Golfvellir - Vinavellir

Gleðilegt golfsumar!

Til baka í yfirlit