Tómas Eiríksson Hjaltested og Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigurvegarar á Örninn Golf heimslistamótinu

Tómas Eiríksson Hjaltested og Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigurvegarar á Örninn Golf heimslistamótinu

Örninn Golf heimslistamótið var leikið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi um liðna helgi. Veðrið setti sinn svip á keppnishaldið en leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar alls 36 holur eða 2 keppnishringir þar sem að veðurspáin fyrir sunnudaginn var afar slæm.

Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í karlaflokki á 220 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG varð annar á 225 höggum og Aron Emil Gunnarsson frá GOS varð þriðji á 227 höggum.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék hringina þrjá á 221 höggi og stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki. Hún sigraði Berglindi Björnsdóttir, einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur, með fimm högga mun. Sara Kristinsdóttir úr GM varð í þriðja sæti á 230 höggum.

Örninn Golfverslun var styrktaraðili mótsins og hlutu vinningshafar gjafabréf í versluninni.

Við óskum þeim Tómasi og Perlu Sól innilega til hamingju með sigurinn um helgina og öðrum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit