Tvöfaldur sigur GR í Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri

Tvöfaldur sigur GR í Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri

Um liðna helgi var Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri og 15 ára og yngri leikið í Þorlákshöfn og Grindavík og sendi Golfklúbbur Reykjavíkur 6 sveitir ungra kylfinga til þátttöku í mótunum.

Stúlkna og drengjasveitir GR – Korpu tryggðu sér íslandsmeistaratitla í flokki 15 ára og yngri í gríðarlega spennandi úrslitaleikjum seint á laugardagskvöldinu og mátti heyra fagnaðarlæti yfir til Þorlákshafnar að leik loknum. Glæsileg frammistaða og GR tvöfaldir meistarar í flokkum 15 ára og yngri stúlkna og drengja annað árið í röð!

Ungar sveitir GR – Grafarholts stóðu sig einnig með miklum sóma og náðu stelpurnar 5. sæti og drengirnir 7. sæti í mótinu og tóku báðar sveitir mikla reynslu úr mótinu.

Í Þorlákshöfn lék sveit GR – Korpu til úrslita gegn GM í háspennuleik þar sem gæðin hjá ungum kylfingum beggja liða voru ótrúleg. Tveir leikir af þremur réðust á 19. holu í bráðabana þar sem GM hafði betur að þessu sinni en frammistaða okkar manna var frábær í mögnuðum úrslitaleik.
Yngri sveit GR – Grafarholts stóð sig með mikilli prýði og náði 7. Mótsins.

Við óskum Íslandsmeisturunum og verðlaunahöfunum úr okkar röðum innilega til hamingju með frábæran árangur um helgina!


Sveitir GR voru svona skipaðar:

Stelpur 15 ára og yngri

Korpa (Íslandsmeistarar 2019)
Nína Margrét Valtýsdóttir
Helga Signý Pálsdóttir
Auður Sigmundsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Pamela Ósk Hjaltadóttir

Grafarholt
Berglind Ósk Geirsdóttir
Þóra Sigríður Sveinsdóttir
Brynja Dís Viðarsdóttir
Gabríella Neema Stefánsdóttir


Strákar 15 ára og yngri

Korpa (Íslandsmeistarar 2019)
Bjarni Þór Lúðvíksson
Ísleifur Arnórsson
Arnór Már Atlason
Halldór Viðar Gunnarsson
Eyþór Björn Emilsson


Grafarholt
Jóhann Frank Halldórsson
Kjartan Guðnason
Tryggvi Jónsson
Hjalti Kristján Hjaltason
Elías Andrason


18 ára og yngri

Korpa (2.sæti)
Dagbjartur Sigurbrandsson
Sigurður Blumenstein
Tómas Eiríksson
Böðvar Bragi Pálsson
Bjarni Freyr Valgeirsson

Grafarholt
Arnór Tjörvi Þórsson
Egill Orri Valgeirsson
Kjartan Sigurjón Kjartansson
Finnur Gauti Vilhelmsson
Vilhjálmur Eggert Ragnarsson

Til baka í yfirlit