Þegar haustlægðirnar fara að detta inn þá fylgir því oft á tíðum mikil bleyta sem bitnar á völlum félagsins. Nú er mikilvægt að félagsmenn og aðrir kylfingar gangi sérstaklega vel um vellina okkar, lagi eftir sig boltaför og setji torfusnepla á sinn stað.
Þeir kylfingar sem fara um vellina á golfbílum eru einnig beðnir um að fylgja öllum þeim reglum sem gilda um umferð á völlunum.
Hjálpumst að með að halda völlunum okkar eins góðum og hægt er fram á haustið!
Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur