Um helgina fer fram annað mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ – Nettó mótið á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar. Mótið hófst í gær og verður leikið fram á sunnudag, 13. júní.
Keppendur úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru 26 talsins og er keppt í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, alls eru 129 keppendur skráðir til leiks. Tveir elstu keppnishóparnir leika alls 54 holur á þremur keppnisdögum eða 18 holur á dag, en tveir yngstu keppnishóparnir leika 36 holur á tveimur keppnisdögum eða 18 holur á dag.
Frekari upplýsingar um mót helgarinnar er að finna í frétt á golf.is
Við óskum þátttakendum úr okkar röðum og keppendum öllum góðs gengis um helgina.
Áfram GR!