Upplýsingar vegna greiðslu félagsgjalda 2020

Upplýsingar vegna greiðslu félagsgjalda 2020

Ágætu félagsmenn,

Það styttist í að innheimta félagsgjalda vegna ársins 2020 fari af stað og mun hún öll fara fram í gegnum Greiðslumiðlun ehf., líkt og gert var með félagsgjöld 2019.

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. desember, verða félagsgjöld ársins 2020 ákveðin og geta félagsmenn í framhaldi af því farið inn á félagavef klúbbsins og ráðstafað því hvernig greiðslufyrirkomulagi skuli háttað. Verði engar breytingar gerðar að hálfu félagsmanns mun greiðslufyrirkomulag vera með sama hætti og nú í ár.

Athugið að ekki er hægt að fara inn og gera breytingar á kortaupplýsingum eða greiðslufyrirkomulagi fyrr en gjöldin hafa verið lögð á, að aðalfundi loknum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit