Uppskeruhátíð barna og unglinga fór fram á fimmtudag

Uppskeruhátíð barna og unglinga fór fram á fimmtudag

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs klúbbsins var haldin síðastliðinn fimmtudag á Korpu, fjölmargir iðkendur mættu til að fagna árangri á tímabilinu og var stemmningin góð.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki Icelandair Cargo stigakeppninnar ásamt viðurkenningum fyrir einstaklingsafrek í mótum sumarsins og einstökum árangri í mótum og á mótaröðum GSÍ árið 2020. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér neðar í fréttinni.

Golfklúbbur Reykjavíkur færir Icelandair Cargo kærar þakkir fyrir að styðja við bakið á barna- og unglingamótaröð klúbbsins sem fer ört stækkandi með hverju árinu, ómetanlegur stuðningur fyrir ungu kynslóðina!

Við óskum verðlaunahöfum og öðrum keppendum til hamingju með árangur sumarsins og þökkum fyrir samveruna og þátttökuna.

Frosti B. Eiðsson, ljósmyndari og stórkylfingur, mætti til að mynda stemmninguna á fimmtudag og má sjá þær hér

Vikan sem leið var jafnframt síðasta æfingavika sumartímabilsins og hefjast æfingar aftur af krafti í byrjun nóvember. Æfingatafla og helstu upplýsingar um skipulag vetrarins verður birt hér á vefsíðunni í október.

Kærar þakkir fyrir sumarið og hafið það sem allra best í fríinu!

Kveðja,
Snorri, David, Derrick og Ragga

 

Icelandair Cargo mótaröðin 2020

Fgj 30,5+ strákar

 1. Sölvi Dan Kristjánsson
 2. Guðjón Darri Gunnarsson
 3. Bjarni Þór Jónsson


Fgj 30,5+ stelpur

 1. Margrét Jóna Eysteinsdóttir
 2. Eiríka Malaika Stefánsdóttir
 3. Erna Steina Eysteinsdóttir


14 ára og yngri strákar

 1. Nói Árnason
 2. Tryggvi Jónsson
 3. Hjalti Kristján Hjaltason


14 ára og yngri stelpur

 1. Þóra Sigríður Sveinsdóttir
 2. Brynja Dís Viðarsdóttir
 3. Pamela Ósk Hjaltadóttir


15- 16 ára strákar

 1. Eyþór Björn Emilsson
 2. Halldór Viðar Gunnarsson
 3. Jóhann Frank Halldórsson


15 – 16 ára stelpur

 1. Bjarney Ósk Harðardóttir
 2. Auður Sigmundsdóttir
 3. Berglind Ósk Geirsdóttir


17 – 18 ára piltar

 1. Böðvar Bragi Pálsson
 2. Arnór Tjörvi Þórsson
 3. Finnur Gauti Vilhelmsson


19 – 21 árs piltar

 1. Bjarni Freyr Valgeirsson
 2. Elvar Már Kristinsson
 3. Páll Birkir Reynisson


Stigameistari allra flokka með flest stig 2020: Bjarney Ósk Harðardóttir

Flestir punktar á mótshring:

18 holur
Ninna Þórey Björnsdóttir 48 punktar 19. júní
Böðvar Bragi Pálsson 46 punktar 30. júní

9 holur
Erna Steina Eysteinsdóttir 29 punktar 11. ágúst
Sölvi Dan Kristjánsson og Bjarni Þór Jónsson 14. Júlí 20 punktar
Vilhjálmur Gunnar Siggeirsson 20 punktar 11. ágúst 20 punktar


Vallarmet
Vallarmet 1: Böðvar Bragi Pálsson – 30.6.2020 Vallarlykkja: Áin/Landið - 62 högg
Vallarmet 2: Dagbjartur Sigurbrandsson – 28.7.2020 Vallarlykkja: Sjórinn/Landið – 67 högg


Framúrskarandi árangur ungmenna á GSÍ mótaröðum:

Íslandsmeistarar golfklúbba 15 ára og yngri stelpur
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Þóra Sigríður Sveinsdóttir
Brynja Dís Viðarsdóttir
Berglind Ósk Geirsdóttir
Helga Signý Pálsdóttir
Pamela Ósk Hjaltadóttir.

Íslandsmeistarar golfklúbba 18 ára og yngri drengir
Arnór Tjörvi Þórsson
Böðvar Bragi Pálsson
Dagbjartur Sigurbrandsson
Finnur Gauti Vilhelmsson
Tómas Eiríksson Hjaltested

Íslandsmeistarar Golfklúbba 18 ára og yngri stúlkur
Auður Sigmundsdóttir
Ásdís Valtýsdóttir
Bjarney Ósk Harðardóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Nína Margrét Valtýsdóttir


Viðurkenningar fyrir einstaklingsárangur:
Tómas Eiríksson Hjaltested – Stigameistari GSÍ
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir – Íslandsmeistari í höggleik
Perla Sól Sigurbrandsdóttir – Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni, Stigameistari GSÍ
Bjarni Þór Lúðvíksson – Íslandsmeistari í holukeppni
Dagbjartur Sigurbrandsson - Íslandsmeistari í holukeppni

 

Til baka í yfirlit