Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GR 2020

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GR 2020

Fimmtudaginn 24. september verður slegið botni í sumarið með því að halda uppskeruhátíð iðkenda og þjálfara á Korpu (2. hæð).

Allir iðkendur í GR sem sótt hafa æfingar á árinu 2020 eru hvattir til þess að mæta en við verðum því miður að biðja foreldra um að bíða heima í ár til þess hægt sé að tryggja fjarlægðar og sóttvarnarreglur sem í gildi eru.

Dagskrá

- Mæting kl 18:00

- Verðlaunaafhending og uppgjör Icelandair Cargo mótaraðarinnar

- Viðurkenningar fyrir einstakan árangur í GSÍ mótum o.fl.

- Pítsuveisla og taumlaus gleði

 

Ath. Æfingar falla niður þennan dag.

 

Sjáumst hress og kát!

Kveðja,

Þjálfarar

Til baka í yfirlit