Úrslit úr púttmóti laugardagsins - fjórir jafnir á 28 höggum

Úrslit úr púttmóti laugardagsins - fjórir jafnir á 28 höggum

Haldið var púttmót í tilefni af opnun á nýrri inniæfingaaðstöðu hjá klúbbnum á laugardag og tóku fjölmargir félagsmenn þátt. Fjórir kylfingar enduðu jafnir á 28 höggum eða 8 höggum undir pari. Í vinning er golfkennsla hjá kennurum klúbbsins og gullkort í Bása.  

  • Hörður Sigurðsson
  • Elísabet Björk Snorradóttir
  • Sigurjón Á. Ólafsson
  • Hjalti Pálmason

Vinningshafar geta nálgast gjafabréfin á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 21. janúar. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit