Úrslitaleikur og lokahóf í Mercedes-Benz bikarnum

Úrslitaleikur og lokahóf í Mercedes-Benz bikarnum

Fimmtudaginn 27. september verður leikinn úrslitaleikurinn í Mercedes-Benz bikarnum - holukeppni GR. Mótið hófst með forkeppni í maí en rúmlega 80 kylfingar tóku þátt í henni.

Eftir forkeppnina hófst útsláttarkeppni með 64 keppendum og nú standa tveir keppendur eftir. Það eru Margrét Richter og Jón Kristján Ólason. Úrslitaleikurinn hefst kl. 14 á Korpúlfsstaðavelli og að leik loknum eða um kl. 18 höldum við lokahóf Mercedes-Benz bikarsins. Þar verða veitt verðlaun fyrir fyrsta og annað sætið, boðið verður upp á pinnamat, happdrætti og skemmtilega kvöldstund í góðum félagsskap.

Nefndin

Til baka í yfirlit