ÚRSÖGN ÚR GOLFKLÚBBI REYKJAVÍKUR / ENDURGREIÐSLA GJALDA

ÚRSÖGN ÚR GOLFKLÚBBI REYKJAVÍKUR / ENDURGREIÐSLA GJALDA

Starfsári klúbbsins árið 2019 fer nú senn að ljúka og í desember hefst innheimta félagsgjalda 2020. Við viljum góðfúslega minna félagsmenn á þær reglur sem gilda um úrsögn úr félaginu og endugreiðslu félagsgjalda:

Ákveði félagsmaður að segja sig úr klúbbnum skal úrsögn berast skrifstofu fyrir 28. febrúar ár hvert. Berist úrsögn eftir 1. mars fást félagsgjöld ekki endurgreidd nema gegn framvísun læknisvottorðs.

Ef félagsmaður slasast eða veikist eftir að golftímabilið hefst endurgreiðir Golfklúbbur Reykjavíkur félagsgjöld sbr. neðangreint:

Berist tilkynning fyrir 1. júní = 75% endurgreiðsla
Berist tilkynning fyrir 1. júlí = 50% endurgreiðsla
Berist tilkynning fyrir 15. ágúst = 25% endurgreiðsla
Berist tilkynning eftir 15. ágúst ár hvert er engin endurgreiðsla á félagsgjöldum

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit