Úrval Útsýn - aðeins ein umferð eftir í sumarmótaröð

Úrval Útsýn - aðeins ein umferð eftir í sumarmótaröð

Sjötta og næstsíðasta mótið í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna fór fram í síðustu viku. Spilað var í Grafarholtinu að þessu sinni og viðraði bara nokkuð vel á okkar konur. Völlurinn er að komast í gott stand og áttu margir kylfingar góða hringi. Á flestum punktum fór Freyja Önundardóttir eða 42. Mælingar voru á 2. og 6.braut. Það var Ruth Einarsdóttir sem sló næst holunni á annarri flöt, 0,63m og Guðrún Óskarsdóttir á þeirri sjöttu, 1,48m. 

Staðan í mótinu sjálfu er orðin æsispenndandi. Með flottum hring í síðasta móti skaust Freyja Önundar upp í annað sæti en Dagný Erla trónir enn á toppnum með 147 punkta. Freyja er með 144 punkta og því munar aðeins 3 punktum á þeim stöllum. Þriðja er Laufey Valgerður með 141 punkt. Spennan verður því í hámarki þegar síðasta mótið fer fram þann 22.ágúst nk. Þá spilum við Korpuna, Sjórinn/Áin.  Þá um kvöldið verður verðlaunaafhending og slútt á efri hæðinni í Korpunni. Gaman væri að sjá ykkur sem flestar þar.

Við minnum á golfferð GR kvenna til El Plantio á Spáni í byrjun október. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig.  Golfvöllurinn við El Plantio státar af frábærri aðstöðu, hvort heldur er til golfiðkunar, æfinga eða uppihalds. Ótakmarkað golf og allt innifalið, morgun-hádegis og kvöldmatur og allir innlendir drykkkir.  Nánari upplýsingar fást hjá Þórði Rafni, okkar manni hjá Úrval Útsýn thordur@uu.is

Stöðu að sex umferðum loknum er að finna hér UUsumarmot18#6.xlsx

Kær kveðja,

Kvennanefndin 

Til baka í yfirlit