Úrval Útsýn - fjórða umferð fór fram í síðustu viku

Úrval Útsýn - fjórða umferð fór fram í síðustu viku

Fjórða umferð í Úrval -Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna fór fram í Grafarholtinu á miðvikudag í síðustu viku í nokkuð þolanlegu veðri þó hitastigið hafi rétt hangið í tveggja stafa tölu. Það kemur okkur sunnankonum ekki á óvart. Við erum orðnar ýmsu vanar og látum ekki vosbúð og trekk sumarsins letja okkur til golfiðkunar.

Frábærir hringir skiluðu sér í hús í þessu móti hjá mörgum okkar en þær Ásgerður Sverrisdóttir og Halla Björk Ragnarsdóttir fóru sína hringi á flestum punktum eða 38. Nándarmælingar voru á tveimur brautum, 6. og 17. Engin okkar náði að slá inn á flötina á 17. en næst holu á 6. braut var Guðrún Gunnarsdóttir, 2.13 m frá flagginu.

Vegna vandræða með skráningu á skori eftir þriðju umferð sem leikin var á Korpunni var töf á að birta stöðuna að því loknu. Á flestum punktum í því móti fóru þær Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir og Edda Þórsdóttir sem spiluðu Landið/Áin á 41 punkti. Næst þeim var Ljósbrá Baldursdóttir á 39 punktum.  Þær sem voru næstar holu í þessari þriðju umferð mótaraðarinnar voru Guðrún Másdóttir á 13.braut, 1.08 m frá holu og Freyja Önundardóttir á 25.holu, 7,68m frá flagginu. 

Nú þegar fjögur mót hafa verið spiluð þá fer spennan í mótaröðinni að aukast en fjórir bestu hringirnir af sjö telja til Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2018.  Hér eftir geta kylfingar farið að losa sig við slæmu hringina.

Staðan í Úrval-Útsýn mótaröðinni að loknum fjórum hringjum er þannig að Dagný Erla Gunnarsdóttir leiðir á 146 punktum samanlagt fyrir fjóra hringi. Næst henni er Laufey Valgerður Oddsdóttir með 136 punkta og svo koma þær Guðrún Másdóttir og Herdís Jónsdóttir jafnar með 134 punkta að loknum fjórum hringjum. 

Í næstu viku fer Meistaramót GR fram á báðum völlum klúbbsins. Það fylgir jafnan mikil stemning að taka þátt í þessu stærsta innanfélagsmóti klúbbsins. Við óskum þeim GR konum sem taka þátt góðs gengis og skemmtilegrar samveru. 

Framundan hjá GR konum er sérstakt kvennakvöld í vikunni eftir Meistarmót þar sem kynning verður á golfferð GR kvenna til La Plantia í haust ásamt mörgu öðru spennandi. Svo er næsta mótið í Úrval Útsýn mótaröðinni miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Þá gefst konum tækifæri til að losa sig við slæman hring og bæta skorið sitt með draumahringnum.

Sjáumst kátar á völlunum okkar og njótum lífsins. 

Hér er að finna stöðuna í Úrval Útsýn sumarmótaröð að fjórum umferðum loknum 

UU2018_4.umferd.stadan.pdf

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit