Úrval Útsýn - Lokaumferð og lokahóf fer fram næsta miðvikudag

Úrval Útsýn - Lokaumferð og lokahóf fer fram næsta miðvikudag

Sælar kæru vinkonur,

Sumarið hefur liðið hratt og það er komið að lokum í Úrval Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna árið 2019. Lokaumferðin verður spiluð á Korpunni miðvikudaginn 28. ágúst og endum um kvöldið á lokahófi þar sem veittar verðar viðurkenningar til þeirra sem stóðu sig hvað best í öllum mótunum í sumar.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið í punktakeppni um Úrval Útsýn Sumarmeistara GR kvenna, verðlaun fyrir flesta punkta í mótunum í maí, júní, júlí og ágúst og verðlaun fyrir að vera næst holu á völdum brautum í hverju móti. Að sjálfsögðu verður dregið úr fjölda skorkorta að venju.

Verðlaunaafhendingin verður á efri hæð Korpu og hefst um kl. 20.30. Léttar veitingar í boði. Til að allar séu komnar inn þegar lokahófið hefst er síðasti rástími í mótinu kl.16.40. Birtu er hvort eð er tekið að bregða á þessum tíma svo ekki ætti miklu að muna.

Aðrir félagsmenn sem ekki eru í mótinu eru hvattir til að hliðra til með sína rástíma þennan dag svo að sem flestar geti tekið þátt í lokaumferðinni.

Skráning fyrir þær sem vilja spila fyrir kl 15 á miðvikudag hefst sem fyrr á sunnudagsmorgun og á mánudag fyrir þær sem vilja spila frá kl. 15 - 16.40. 

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kvennanefnd GR

 

Til baka í yfirlit