Úrval Útsýn - staðan að loknum fimm umferðum

Úrval Útsýn - staðan að loknum fimm umferðum

Fimmta mótið í Úrval Útsýn sumarmótaröðinni fór fram í liðinni viku. Spilað var á Korpunni, Sjórinn/Landið og var þátttaka GR kvenna mjög góð líkt og í fyrri mótum. 

Besta skor dagsins átti Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir sem spilaði á 40 punktum. Næst henni var Ingibjörg Ketilsdóttir á 38 punktum. Mælingar voru sem fyrr á tveimur brautum. Á 6.braut var Marólína Erlendsdóttir næst flagginu 2,45 m og á 25.braut var það Erna Thorsteins sem lenti 1,05 m frá  holunni.  

Eftir þetta fimmta mót er staðan í Úrval Útsýn mótaröðinni sú sama og síðast. Dagný Erla Gunnarsdóttir er efst með 146 punkta samanlagt fyrir fjóra bestu hringina sína, Laufey Valgerður Oddsdóttir styrkti stöðu sína og er nú aðeins 5 punktum á eftir Dagnýju Erlu, er með 141 punkt og það gerði Ljósbrá Baldursdóttir líka, er aðeins einum punkti frá Laufeyju, eða 140. Herdís Jóns kemur svo í humátt þremenninganna með 138 punkta svo það verður spennandi að fylgjast með í næstu tveimur mótum. Draumahringurinn í höfn og allt getur gerst. 

Það er til mikils að vinna í Úrval Útsýn mótaröð GR kvenna. Vikugolfferð til El Plantio í byrjun oktober þar sem allt er innifalið, flug, gisting, ótakmarkað golf, matur og drykkir að verðmæti um 200.000 kr. 

Þá hljóta þær sem fara á flestum punktum í hverjum mánuði sem spilað var gjafabréf frá Úrval Útsýn upp í golfferð. 

 

Næst spilum við 8.ágúst og þá er það Grafarholtið. Sjöunda og síðasta mótið verður á Korpunni 22.ágúst og þá um kvöldið krýnum við Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2018 í veglegu lokahófi. 

Sjáumst kátar á völlum okkar. 

Í viðhengi er staðan í mótinu og á golf.is má sjá stöðuna í síðasta móti. 

Sumarmótaröð GR kvenna 2018#5 Staða.pdf

(ath það eru vitlausar dagssetningar við síðasta mót og næstu, get ekki breytt)

 

Kær kveðja

Kvennanefndin

Til baka í yfirlit