Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna 2018 hefst á miðvikudag

Úrval-Útsýn Sumarmótaröð GR kvenna 2018 hefst á miðvikudag

Miðvikudaginn 30.maí verður fyrsti hringur leikinn í Sumarmótaröð GR kvenna. Þetta árið er mótaröðin haldin í samstarfi við Úrval Útsýn sem leggur til veglega vinninga þeim sem skara framúr í sumar. 

Fyrsta umferð verður leikin á Korpunni verður leikið Sjórinn/Áin og verður mæling næst holu á tveimur flötum, á 6. og 13.braut

Í ár verða sjö hringir leiknir yfir sumarið og telja fjórir bestu hringirnir til Úrval Útsýn Sumarmeistara GR kvenna 2018. Hringirnir sjö verða leiknir annan hvern miðvikudag frá lok maí og fram til loka ágúst, til skiptis á Korpunni og í Grafarholtinu. Til stóð að leika átta hringi en vegna veðurs féll fyrsti mótadagurinn, 16. maí, sl. niður.

Konur geta valið sér og skráð sig í rástíma allan mótsdag allt frá því völlur opnar og fram á kvöld og tekið þannig þátt í mótaröðinni svo fremi sem spilað er með a.m.k. einni annarri konu í mótinu og þær kvitti undir hjá hvor annarri.

Undirrituðu skorkorti með nafni og kennitölu leikmanns er skilað í kassa í klúbbhúsi og verður skorið skráð og birt á ww.golf.is daginn eftir mót. Vikulega birtum við stöðuna í mótinu.

Mótið er punktakeppni. auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir flesta punkta og næst holu á völdum brautum í mótunum í júní, júlí og ágúst. 

Skráning fer fram á www.golf.is og er skráð í rástíma eins og um hefðbundna golfhringi sé að ræða.

Skráning fyrir þær sem vilja spila fyrir klukkan 15:00 hefst í dag, sunnudaginn 27.maí en mánudaginn 28.maí fyrir þær sem kjósa að spila eftir kl. 15:00. 

Mótsgjald fyrir alla sjö hringina er kr. 3.000 og greiðist í afgreiðslu í Korpunni fyrir hringinn á miðvikudag.  

Kvennanefndin hvetur allar konur til að mæta á völlinn og rokka saman á golfvellinum í sumar.

 

 

 

Til baka í yfirlit