Annað mótið í sumarmótaröð GR kvenna, Úrval Útsýn mótaröðinni, fór fram í vikunni í Grafarholtinu. Mótið var vel sótt í skaplegu veðri. Halla Björk Ragnarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir áttu bestu hringi dagsins, fóru á 41 punkti. Halla átti auk þess besta skorið, 73 högg. Næstar voru Guðrún Másdóttir á 39 punktum og Laufey Valgerður Oddsdóttir á 36 punktum. Þegar skor þessa móts er sett saman við skor þess síðasta er ljóst að Dagný Erla leiðir með 79 punkta fyrir tvö fyrstu mótin. Þá koma Ljósbrá og Guðrún Garðars á 71 punkti og svo Herdís Jóns og Magdalena M Kjartansdóttir á 70 punktum. Það er ljóst að tónninn er strax sleginn á fyrstu vikum sumars og verður skemmtilegt og spennandi að sjá hvernig fram vindur.
Næstar holu í þessu öðru móti voru á 2.braut, Sandra M. Björgvins sem var 3.52 m frá flagginu og á 11.braut var það Rakel Þorsteins sem var næst, 2.68m frá holu.
Þriðja mótið í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna verður á Korpunni, 27.júní.
Það er til mikils að vinna, viku golfferð í sérstaka GR kvennaferð til El Plantio þar sem allt er innifalið er í verðlaun fyrir þá GR konur sem ber sigur úr býtum og þær sem skara fram úr í hverjum mánuði fá gjafabréf í þessa sérstöku ferð sem er sniðin að okkkur GR konum.
Vegna Meistaramóts GR, sem við hvetjum allar til að taka þátt í, verður fjórða mótið í Grafarholti þann 4.júlí.
Á golf.is má sjá úrslit mótsins í Grafarholti: https://mitt.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/
Sjáumst kátar
kveðja,
Kvennanefndin