Úrval Útsýn - Sumarmótaröð kvenna fór vel af stað

Úrval Útsýn - Sumarmótaröð kvenna fór vel af stað

Fyrsta mótið í Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna sem fram fór á Korpunni var mjög vel sótt. Mótaröðin samanstendur af 7 mótadögum sem fara fram að meðaltali annanhvern miðvikudag í sumar og gilda fjórir bestu hringirnir til sumarmeistara.

Mótið er punktakeppni með hæstu forgjöf 36. Ásamt því að krýna Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna eru veitt verðlaun fyrir besta skor í hverjum mánuði sem mótið er haldið, maí, júní, júlí og ágúst og svo eru mællingar á tveimur brautum í hverju móti.

Óhætt er að segja að sumarið hafi loks stimplað sig til leiks í þessu fyrsta móti sumarsins og er það vonandi ávísun á komandi tíð. Mörg góð tilþrif sáust en spilað var Sjórinn/Áin. Dagný Erla Gunnarsdóttir fékk flesta punkta eða 42, önnur var Margrét Geirsdóttir á 40 pkt og þriðja Magdalena M. Kjartansdóttir á 38 pkt.

Mælingar voru á 6. og 13.braut og var Laufey Jörgensdóttir næst holu á þeirri 6., 0,90 m frá flagginu og á 13.holu var það Þóra Helgadóttir sem var næst holunni eða 2.69 m.

Aldeilis frábær frammistaða. Verðlaun verða afhent á sérstöku lokakvöldi mótaraðarinnar í lok ágúst.

Úrslit mótsins frá 30.maí má sjá hér

Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 13. júní í Grafarholtinu.

Kær kveðja,
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit