Opna American Express mótið var leikið í veðurblíðunni á Grafarholtsvelli í dag og ljóst að sólin hefur haft áhrif á einhver skor keppenda en vallarmet var slegið af gulum teigum þegar Oddur Óli Jónasson lék hringinn á 62 höggum eða 9 höggum undir pari og sigraði þar með keppni í höggleik.
Þátttaka í mótinu var með eindæmum góð en tæplega 200 kylfingar mættu til leiks enda um punktakeppni og höggleik að ræða og til mikils að vinna. Úrslitin úr mótinu urðu eftirfarandi:
Höggleikur:
Oddur Óli Jónasson, 62 högg
Arnór Ingi Finnbjörnsson, 68 högg
Haraldur Þórðarson, 69 högg
Punktakeppni:
Daníel Örn Atlason, 45 punktar
Daði Granz, 44 punktar
Helgi Örn Viggósson, 43 punktar
Bryndís Helga Hannesdóttir, 42 punktar
Gunnar Ingi Björnsson, 41 punktar
Nándarverðlaun:
2. braut – Hildur Harðardóttir, 130 cm
6. braut – Anna G. Ásgrímsdóttir, 0,81 cm
11. braut – Dagur Jónasson, 257 cm
17. braut – Úlfar Jónsson, 337 cm
Lengsta teighögg á 3. braut – Óðinn Schiöth, 3,40m
Næstur holu í öðru höggi á 18. braut – Oddur Óli Jónasson, 3,57m
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju með sigurinn. Hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með mánudeginum 31. júlí.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Kreditkort