Vel heppnuð Bændaglíma fór fram í haustblíðu á laugardag – úrslit

Vel heppnuð Bændaglíma fór fram í haustblíðu á laugardag – úrslit

Á laugardaginn var haldin hin árlega Bændaglíma Golfklúbbs Reykjavíkur haldin og nutu kylfingar sín vel á vellinum í haustblíðunni. Keppnisfyrirkomulagið var fjögurra manna Texas Scramble. Leikið var með forgjöf sem var samanlögð forgjöf keppenda hvers liðs deilt með 10. Að venju var keppendum auk þess skipt upp í tvö lið sem heyrðu undir sitt hvorn bóndann en bændur í ár voru Mjöll Daníelsdóttir fyrir Grafarholt og Guðmundur Viðarsson fyrir Korpuna.

Nettóskor liða Grafarholts voru 617 högg og liða Korpu var 646 högg en 10 lið tilheyrðu hvorum hópi og brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Grafarholts liða en þrjú efstu sætin í liðakeppninni tilheyrðu einnig þeim hópi og urðu úrslitin þessi:

  1. Mjöll Daníelsdóttir, Ingunn Erla Ingvadóttir, Kristján Daníelsson og Ellert Þór Magnason luku leik á -13 og enduðu á 58 nettó
  2. Heiða Björk Júlíusdóttir, Henning Haraldsson, Sigríður Herdís Ólafsdóttir og Óskar Kristjánsson luku leik á -12 og enduðu á 59 nettó
  3. Heimir Þór Morthens, Kristófer Páll Lentz, Bjarni Þór Jónsson og Magnús Már Guðjónsson luku leik á -11 og enduðu á 60 nettó


Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum og urðu þessir keppendur næstir holu:

2.braut – Andri Þór Björnsson, 0,70m
6.braut – Halldór Oddur Þórðarson, 0,45m
11.braut – Pétur Runólfsson, 2,29m
17.braut – Guðjón Birgisson, 3,08m

Deginum lauk með vel heppnuðu borðhaldi, verðlaunaafhendingu og almennri skemmtun í Grafarholtsskála en skemmtikraftar kvöldsins voru þeir Hallgrímur Ólafsson leikari og Jón Sigurðsson aka500kallinn sem héldu hvor um sig uppi góðri stemmningu í hópnum.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með sigurinn í Bændaglímu og þökkum félagsmönnum fyrir golftímabilið 2021.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit