Vellir loka formlega fyrir veturinn

Vellir loka formlega fyrir veturinn

Frá og með deginum í dag, 1. nóvember, eru báðir vellir félagsins formlega lokaðir fyrir veturinn. Golftímabilið 2019 hefur verið einstakt, byrjaði snemma og lauk seint. Veðurguðirnir léku við okkur á árinu og kveðjum við því tímabilið sátt og látum okkur strax byrja að hlakka til að mæta til leiks á vellina á næsta ári.

Vera má að einhver lykkja Korpúlfsstaðarvallar verði sett í vetrarbúning fyrir félagsmenn og mun það þá vera tilkynnt sérstaklega á vefsíðu félagsins.

Eins og áður verður Thorsvöllur opinn allt árið og hafa félagsmenn því kost á að spila hann sama hvernig viðrar. Básar golfæfingasvæði er eins opið alla daga vikunnar og tilvalið að mæta þangað, nýta sér Trackman Range til að halda utan um æfingarnar og halda sveiflunni við yfir vetrartímann.

Við þökkum kærlega fyrir gott tímabil og hvetjum ykkur til að fylgjast með og taka þátt í vetrarstarfi klúbbsins sem fer á fulla ferð í janúar á nýju ári.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit