Vellir og æfingasvæði GR opna með takmörkunum frá og með 27. mars

Vellir og æfingasvæði GR opna með takmörkunum frá og með 27. mars

Túlkun viðbragðshóps GSÍ  á reglugerðinni sem tók gildi 25. mars heimilar golfklúbbum opnun með ákveðnum takmörkunum og verða vellir og æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur opin frá og með laugardeginum 27. mars samkvæmt neðangreindu.

Golfiðkun er áfram heimil utandyra og geta félagsmenn því leikið Landið og Thorsvöll eins og verið hefur:

 • Vellir eru eingöngu opnir félagsmönnum
 • Skylda er að skrá sig í rástíma á Golfbox með tilliti til rakningar
 • Félagsmenn skulu virða 2ja metra reglu
 • Enginn sameiginlegur búnaður eða snertifletir
 • Gæta skal að almennum sóttvörnum

Inniæfingaaðstaða GR á Korpu verður opin frá og með laugardegi 27. mars:

 • Aðstaðan verður eingöngu opin fyrir félagsmenn
 • Hámarksfjöldi er 10 manns
 • Grímuskylda er í húsinu
 • Félagsmenn þurfa að skrá sig á blað í anddyri þegar mætt er með upplýsingum um nafn og kennitölu, við brottför skal einnig skrá tíma sem varið er á æfingasvæði
 • Enginn sameiginlegur búnaður verður í notkun, s.s. stangir og æfingaboltar
 • Félagsmenn skulu virða 2ja metra reglu
 • Gæta skal að almennum sóttvörnum

Æfingasvæði Bása verður opið frá og með laugardegi 27. mars:

 • og 2. hæð verða eingöngu opnar
 • Hámarksfjöldi á hvorri hæð er 10 manns
 • Kylfingar þurfa að skrá sig á blað við boltavél þegar mætt er með upplýsingum um nafn og kennitölu, við brottför skal einnig skrá tíma sem varið er á æfingasvæði
 • Kylfingar skulu virða 2ja metra regluna
 • Gætt verður að sameiginlegum snertiflötum með þar til gerðum búnaði (NanoSeptic)
 • Gæta skal að almennum sóttvörnum

Páskar eru framundan og að þeim loknum styttist óðum í vorið.  Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og fara eftir þeim reglum sem settar eru ef starfsemi komandi golftímabils á að fara af stað á réttum tíma. Við biðjum ykkur öll að fara varlega, gæta vel að persónulegu hreinlæti og almennum sóttvörnum.

Höldum áfram og gerum þetta saman!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit