Í vetur ætlar Golfklúbbur Reykjavíkur að bjóða félagsmönnum upp á vetraræfingar í golfi undir leiðsögn Margeirs Vilhjálmssonar.
Markmið með æfingum er ávallt að bæta tækni á þeim hliðum golfleiks sem upp á vantar og með það fyrir augum að verða betri í golfíþróttinni. Æfingarnar fara fram á Korpúlfsstöðum, í Básum og í golfhermum hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Hvert námskeið verður í 6 vikur og hefjast fyrstu námskeiðin þann 21. október.
Eftirfarandi atriði verða sérstaklega tekin fyrir:
- Mið og lengdarstjórnun á púttum. Færri pútt eru lykilatriði til að ná betra skori.
- Stutta spilið. Hvaða kylfur er best að nota hverju sinni? Tækni við mismunandi. Lyfta boltanum eða rúlla? Markvisst og öruggt stutt spil gefur betra skor.
- Aukin högglengd með meiri sveifluhraða. Með því að auka sveifluhraðann lengjast höggin og boltinn flýgur betur. Unnið markvisst í sveifluferli og liðleika til að bæta högglengd.
- Leikskipulag, markmiðasetning og væntingastjórnun.
Vetraræfingarnar GR eru fyrir alla sem vilja bæta sig í golfinu, lækka forgjöfina og hafa gaman á vellinum.
Vetraræfingar - námskeið
- Mánudagskvöld 20-21 / laugardagar 9-10
- Mánudagskvöld 21-22 / laugardagar 9-10
- Miðvikudagskvöld 20-21 / laugardagar 10-11
- Miðvikudagskvöld 21-22 / laugardagar 10-11
Verð fyrir hvert námskeið er kr 18.000.
Skráning er á vefnum www.golfnamskeid.is. Nánari upplýsingar veitir Margeir í gegnum netfangið margeir@golfnamskeid.is
Margeir Vilhjálmsson er fæddur árið 1972 og hefur stundað golf frá unglingsárunum. Hann er menntaður golfvallafræðingur frá Skotlandi og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Margeir var framvæmdastjóri GR og GKG. Hann stundar nú nám í PGA golfkennaraskólanum.
Margeir stýrði á sínum tíma uppbyggingu Korpúlfsstaðavallar og æfingasvæðisins Bása hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Margeir er meðlimur í GR og GS.
Nánar upplýsingar um golfkennslu hjá Margeiri er að finna á síðunniwww.golfnamskeid.is