Arnar Snær Hákonarson býður upp á vetrarþjálfun í golfi sem nær fram á vorið.
Markmiðið með þjálfuninni er að ná betri tökum á golfsveifunni og koma vel undirbúin í golfsumarið 2020. Æfingarnar fara fram í Básum, Grafarholti og innanhús á Korpúlfsstöðum. Hvert námskeið verður í 8 vikur og hefjast fyrstu námskeiðin 30. mars.
Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir :
- Lengri teighögg
- Færri pútt þar sem sérstaklega verður farið yfir lengdarstjórnun og vanaferli
- Boltaflug hvernig sláum við boltann frá hægri til vinstri(draw) og vinstri til hægri(fade)
- Aukin högglengd meiri kylfuhraði
- Kylfuval í vippum há vipp og vipp og rúll
- Mismunandi tækni í vippum fyrir mismunandi aðstæður
- Markmiðsetning fyrir kylfinga á öllum getu stigum
- Leikskipulag og markvissar æfingar til að vinna eftir
Vetrarþjálfun er fyrir alla kylfinga í öllum klúbbum hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá er þetta besta leiðinn til að ná betri tökum á leiknum. Eftirfarandi hópar verða í boði:
- Mánudagar 17:00–17:30 og annan hvern laugardag 09:00–10:00 (fyrsti tími 30.mars)
- Mánudagar 17:30–18:00 og annan hvern laugardag 09:00–10:00 (fyrsti tími 30.mars)
- Mánudagar 18:00–18:30 og annan hvern laugardag 10:00–11:00 (fyrsti tími 30.mars)
- Mánudagur 18:30–19:00 og annan hvern laugardag 10:00–11:00 (fyrsti tími 30.mars)
- Þriðjudagar 17:00–17:30 og annan hvern laugardag 11:00–12:00 (fyrsti tími 31.mars)
- Þriðjudagar 17:30–18:00 og annan hvern laugardag 11:00–12:00 (fyrsti tími 31.mars)
- Þriðjudagur 18:00–18:30 og annan hvern laugardag 09:00–10:00 (fyrsti tími 31.mars)
- Þriðjudagur 18:30–19:00 og annan hvern laugardag 09:00–10:00 (fyrsti tími 31.mars)
- Miðvikudagur 17:00–17:30 og annan hvern laugardag 10:00–11:00 (fyrsti tími 1.apríl)
- Miðvikudagur 17:30–18:00 og annan hvern laugardag 10:00–11:00 (fyrsti tími 1.apríl)
- Miðvikudagur 18:00–18:30 og annan hvern laugardag 11:00–12:00 (fyrsti tími 1.apríl)
- Miðvikudagur 18:30–19:00 og annan hvern laugardag 11:00–12:00 (fyrsti tími 1.apríl)
Verð pr. námskeið er kr. 15.000, ef tveir eða fleiri skrá sig saman er veittur 20% afsláttur. Greitt er við skráningu.
*æfingarboltar ekki innifaldir í verði
Skráning fer fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is