Viðhaldsvinna á Korpu – Landið

Viðhaldsvinna á Korpu – Landið

Næstu daga má búast við viðhaldsvinnu á Korpunni en vallarstarfsmenn þurfa að fara í tappagötun á flötum Landsins. Vinna þessi er háð veðurfari og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvaða daga hún fer fram. Leikið verður inn á vetrarflöt á þeirri braut sem unnið er á hverju sinni.

Við biðjum félagsmenn og aðra kylfinga að sýna starfsmönnum tillitsemi og biðjumst afsökunar á þeim áhrifum sem þetta kann að hafa á leik.

Vallarstjóri

Til baka í yfirlit