Vinavallarsamningur undirritaður við Golfklúbb Borgarness

Vinavallarsamningur undirritaður við Golfklúbb Borgarness

Margir hafa beðið spenntir eftir því að vita hvort Hamarsvöllur hjá Golfklúbbi Borgarness verði ekki vinavöllur okkar GR-inga í sumar. Það er því ánægjulegt að geta kynnt félagsmönnum okkar að samningur hefur verið undirritaður á milli klúbbana.

Bókunarlinkur verður útbúinn á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir þar sem félagsmenn geta bókað rástíma á Hamarsvöll.

Að venju gilda sömu reglur á Hamarsvelli eins og öðrum vinavöllum GR sumarið 2018. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.300 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Hamarsvöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit