Vinavöllur númer fimm í röðinni er Hagavöllur hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar

Vinavöllur númer fimm í röðinni er Hagavöllur hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur ættu að gleðjast yfir því að geta notið vinavallasamninga í flestum landshlutum á komandi sumri. Nýjasta viðbótin í hópi vinavalla er Hagavöllur hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar og er hann sá fimmti í röðinni fyrir golfsumarið 2020.

Hagavöllur er 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Vinalegur golfskáli mætir þér áður en þú gengur á 1. teig. Kostir svæðisins eru breiðar brautir, kyrrðin/lognið og nálægð fjallahringsins. Unnið er að frekari uppbyggingu svæðisins og að gera góðan golfvöll enn betri. 

Félagsmenn GR greiða kr. 3.000 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Hagavelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Seyðisfjarðar. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d. fyrirtækjamót.

Allar upplýsingar um vinavelli félagsins er að finna á undirsíðunni Vinavellir

Góða helgi!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit