Vinkvennamót GR og GKG haldið dagana 21. og 25. ágúst

Vinkvennamót GR og GKG haldið dagana 21. og 25. ágúst

Nú er komið að vinkvennamóti GR og GKG sem haldið verður dagana 21. og 25. ágúst næstkomandi.

GKG sækir GR heim og skráning hefst á https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2423885/info kl. 12.00 mánudaginn 17. ágúst í GR mótið fyrir GKG konur og miðvikudaginn 19. ágúst opnar skráning GR kvenna í GR mótið.

GR sækir GKG heim og skráning hefst á https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2595839/info kl. 12.00 fimmtudaginn 20. ágúst í GKG mótið fyrir GR konur og laugardaginn 22. ágúst opnar skráning GKG kvenna í GKG mótið.

Um er að ræða tveggja móta vinkvennakeppni milli golfklúbbanna GKG og GR. Einn hringur er leikinn hjá GKG og einn hjá GR, sá klúbbur sem fær flesta samanlagða punkta þessa tvo daga vinnur og verður miðað við 10 punktahæstu konur hvorn dag úr hvorum klúbbi. Fyrra mótið er haldið á Korpunni hjá GR konum föstudaginn 21. ágúst, rástímar milli kl. 11:00 og 15:50 og síðari hringurinn í Leirdalnum 25. ágúst þar sem rástímar verða á milli 11:00 og 15:50.

Aðeins er leyft að skrá tvær konur frá hvorum klúbbi saman í ráshóp. Vinsamlegast virðið þá reglu, svo ekki komi til þess að við þurfum að færa konur milli ráshópa á öðrum tímum en þær hafa skráð sig. Kvennanefndirnar áskilja sér rétt til að færa konur á milli holla svo vinkonur geti spilað saman nái þær ekki að skrá sig saman.

  • GR konur greiða 3.500 kr á Leirdalsvöll og 1.500 kr á Korpuna.
  • GKG konur greiða 3.500 kr á Korpuna og 1.500 kr á Leirdalsvöll.

Veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem verða með samanlagða flesta punkta þessi tvo mót, einnig fá þær konur sem verða með flesta punktana á hvorum velli fyrir sig viðurkenningu. Ekki er hægt að vinna bæði í samanlögðu mótunum og á hvorum velli fyrir sig ( gæti því orðið sú sem er í fjórða sæti á öðrum hvorum vellinum). Veitt er viðurkenning fyrir samanlagðan höggleik án forgjafar og efstu sæti í punktakeppni.

Vegna COVID getum því miður ekki haldið lokahóf og þurfum einnig að sleppa nándarverðlaunum og skorkortaverðlaunum, í staðinn munum veita auka verðlaun fyrir eftirtalin sæti: 7, 11, 23, 37, 41 samanlagt og einnig munum við veita verðlaun fyrir 5, 10 og 15 neðsta sætið samanlagt.

  • GKG konur greiða 3.500 fyrir þetta mót
  • GR konur greiða 1.500 fyrir þetta mót

Vinsamlegast millifæra inn á reikning 537 - 14 - 000848, kt. 160672-4049 (Guðrún Óskarsdóttir) – fyrir 21/8. Gjaldið fæst ekki endurgreitt ef afskráning er með minna en sólahrings fyrirvara.

 

Til baka í yfirlit