Vinkvennamót GR og GKG - skráning hefst kl. 12:00 á golf.is

Vinkvennamót GR og GKG - skráning hefst kl. 12:00 á golf.is

Ágætu GR konur,

Nú er komið að Vinkvennamóti GR og GKG kvenna. Vinkvennamót klúbbanna verður haldið 16. og 21. júlí n.k. Skráning hefst á golf.is kl. 12.00 mánudaginn 8. júlí og þriðjudaginn 9. júlí í bæði mótin. Gestir (GR konur hjá GKG og GKG konur hjá GR ) skrá sig (mánudaginn 8. júlí. þriðjudaginn 9. júlí kl. 12.00 er skráning fyrir gestgjafa á sinn völl (GKG konur á Leirdalinn og GR konur á Grafarholtið). Um er að ræða tveggja móta vinkvennakeppni milli golfklúbbanna GKG og GR. Einn hringur er leikinn hjá GKG og einn hjá GR, sá klúbbur sem fær flesta samanlagða punkta þessa tvo daga vinnur og verður miðað við 10 punktahæstu konur hvorn dag úr hvorum klúbbi.

Fyrra mótið er haldið á Leirdal hjá GKG konum þriðjudaginn 16. júlí, rástímar milli kl. 11 – 15 og síðari hringurinn á Grafarholtinu 21. júlí þar sem ræst verður út á öllum teigum kl. 09:00. Ath. það er hægt að skrá sig og spila einungis annan daginn. Verðlaunaafhending að móti loknu verður á Grafarholtinu um kl. 15.00.

ATH. Aðeins er leyft að skrá tvær konur frá hvorum klúbbi saman í ráshóp. Vinsamlegast virðið þá reglu, svo ekki komi til að þurfi að færa konur milli ráshópa á öðrum tímum en þær hafa skráð sig. Kvennanefndirnar áskilja sér rétt til að færa konur á milli holla svo vinkonur geti spilað saman nái þær ekki að skrá sig saman.

GR konur greiða 3000 kr á Leirdalsvöll og 1500 kr á Grafarholtsvöll.

Veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem verða með samanlagða flesta punkta þessi tvo mót, einnig fá þær konur sem verða með flesta punktana á hvorum velli fyrir sig viðurkenningu. Ekki er hægt að vinna bæði í samanlögðu mótunum og á hvorum velli fyrir sig ( gæti því orðið sú sem er í fjórða sæti á öðrum hvorum vellinum). Veitt er viðurkenning fyrir samanlagðan höggleik án forgjafar og efstu sæti í punktakeppni. Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum og dregið úr skorkortum.

 

Til baka í yfirlit