Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka

Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka

Árleg vorferð GR kvenna var farin um helgina. Þátttakan var frábær, 110 konur mættu til leiks. Að þessu sinni var spilað á Selsvelli á Flúðum og var mótsfyrirkomulag punktakeppni í 4 manna Texas Scramble.

Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við GR konur og stemningin verið góð í hópnum. Völlurinn var nokkuð blautur eftir kalda og vætusama tíð í vor en GR konur létu það ekki á sig fá. Spiluðu bara sitt draumagolf eins og enginn væri morgundagurinn.

Að loknu móti var boðið upp á gómsætar súpur með brauði og salati að hætti veitingafólks í Golfklúbbi Flúða á Efra Seli. Þökkum við stjórnendum og starfsfólki Selsvallar fyrir góða þjónustu og viðmót. Það var allt eins og best verður á kosið.

Úrslit voru sem hér segir:

1.sæti á 43 punktum
Guðrún Ýr Birgisdóttir, Ruth Einarsdóttir, Guðný Eysteinsdóttir og Marólína Erlendsdóttir.

2.sæti á 39 punktum
Þórdís Bragadóttir, Rut Hreinsdóttir, Margrét Richter og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

3.sæti á 38 punktum
Elsa Kristín Elísdóttir, Margrét Björk Jóhannsdóttir, Dagný Erla Gunnarsdóttir og Úlfhildur Elísdóttir.

Næstar holu:
2. braut var Jóhanna
5. braut var það Þóra Halldórs
9. braut Berglind Þórhallsdóttir
11. braut var það Ruth Einarsdóttir

Lengsta teighögg á 18. braut átti Guðrún Ýr Birgisdóttir.

Veitt voru vegleg verðlaun og dregið var úr fjölda skorkorta.

Við þökkum fyrir ánægjulega samveru á Flúðum og hlökkum til sumarstarfsins en fljótlega hefst sumarmótaröð GR kvenna. Áætlað var að hefja leik nk miðvikudag, 16.maí en vegna ástands valla þykir ráðlegt að fresta fyrsta mótinu um sinn. Við látum vita um leið og við vitum nánar um tímasetningu.

Kær kveðja
Kvennanefnd GR

Til baka í yfirlit