Vorfundur GR kvenna á Korpu í dag kl. 18:00

Vorfundur GR kvenna á Korpu í dag kl. 18:00

Nú er golfsumarið á næsta leiti og af því tilefni ætlum við GR konur að hittast fimmtudaginn 2. maí klukkan 18:00 í golfskálanum okkar á Korpu. 

Á dagskrá verður meðal annars kynning á viðburðum sumarsins í kvennastarfinu, farið yfir vorferðina okkar og Úrval Útsýn sumarmótaröð GR kvenna. Einnig mun Þórður frá Úrval Útsýn koma og kynna haustferðina okkar til Spánar.

Nýju veitingaaðilarnir okkar Mjöll og Guðmundur munu bjóða 15% kynningarafslátt af matseðlinum fyrir okkur.

Okkur í kvennanefndinni langar sérstaklega að bjóða nýjar GR konur velkomnar.

Hlökkum til að sjá ykkur
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit