Vormót GR kvenna haldið sunnudaginn 26. maí - skráning á golf.is

Vormót GR kvenna haldið sunnudaginn 26. maí - skráning á golf.is

Sælar kæru GR konur, 

Það er komið að fyrsta móti sumarsins, vormótinu sem er á dagskrá sunnudaginn 26. maí nk. Að þessu sinni ætlum við GR konur á Hamarsvöll í Borgarnesi og eiga þar góðan dag og spila golf saman. 

Leikfyrirkomulag er 4 manna Texas Scramble þar sem notast er við samanlagða leikforgjöf leikmanna deilt með tíu. 

Lagt er af stað með rútum frá Básum í Grafarholti kl.9.00 að morgni 26. maí.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 11.00.  Áætluð heimkoma er um kl: 20.00.

Spilað er um:

  • 1 - 3. sæti í punktakeppni
  • Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins
  • Lengsta teighögg
  • Einnig verður dregið úr skorkortum.

Mótsgjaldið er 9.000 kr. innifalið er akstur báðar leiðir, teiggjöf, vallargjald og máltíð á Hótel Hamri að loknu móti.

Skráning hefst 7. maí kl. 9:00 á golf.is og þar raða konur sér í holl.

ATH! Mótsgjaldið 9.000 kr. greiðist inná reikn. 0537-14-000848  kt 160672-4049

Vinsamlega sendið póst til Guðrúnar Óskarsdóttur(gudrunos@yahoo.com) ef þið eruð að greiða fyrir fleiri en eina og einnig ef þið ætlið EKKI að taka rútuna, það einfaldar okkur svo margt.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 22. maí og þá detta þær út sem ekki hafa greitt mótsgjaldið og biðlisti tekur við.

Upp með fjörið og út á völl og allar saman nú - tökum vel á móti sumrinu og skemmtum okkur saman!

Kvennanefnd GR 

 

Til baka í yfirlit