Sælar kæru GR konur.
Vormót GR kvenna fór fram á Leynisvelli á Akranesi sunnudaginn 16. maí í góðu veðri þar sem við áttum góðan dag í frábærum félagsskap. Spilað var Greensome þar sem tvær léku saman í liði, höggleik með forgjöf þar sem hámarksforgjöf var 32. Til að mynda liðsforgjöfina fékk liðið 40% af hærri forgjöfinni og 60% af lægri forgjöfinni.
Veitt voru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti og urðu úrslit mótsins sem hér segir:
- sæti Ásta Björk Styrmisdóttir og Kristi Jo Jóhannsdóttir á 65 höggum – Gjafabréf í Sky Lagoon og freyðivínsflaska
- sæti Eva Rós Ólafsdóttir og Margrét Björk Jóhannsdóttir á 66 höggum – Gjafakassi frá Spa of Iceland og freyðivínsflaska
- sæti Ragnheiður Þórkatla Clausen og Sigríður Birna Magnúsdóttir á 68 höggum – Gjafbréf í brunch á Vox og freyðivínsflaska
Næstar holu:
- 3.braut – Gabriela Pitterl – 0m – HOLA Í HÖGGI! – freyðivínsflaska og golfboltar
- 8.braut – Sigríður Kristinsdóttir – 0,62m – freyðivínsflaska
- 14.braut – Rakel Þorsteinsdóttir – 5,73m – freyðivínsflaska
- 18.braut – Jakobína H. Guðmundsdóttir – 4,82m – freyðivínsflaska
GR konur óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með flottan árangur
Styrktaraðilar mótsins voru: Spa of Iceland - Vinnes - Innnes
Við þökkum styrktaraðilum kærlega fyrir, það er ómetanlegur stuðningur og án þeirra stuðnings væri erfitt að halda starfi sem okkar gangandi.
Vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu GR frá og með miðvikudeginum 19. maí.
Minnum svo á að sumarmótaröðin hefst mánudaginn 31. maí
Kvennanefndin
Guðrún, Inga Nína, Kristín Halla, Kristín N., Ljósbrá og Sigga
Hér má sjá öll úrslit úr mótinu:
https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039...