Vormót og sumarmótaröð GR kvenna - skilaboð frá nefndinni

Vormót og sumarmótaröð GR kvenna - skilaboð frá nefndinni

Vormót GR kvenna verður haldið næstkomandi sunnudag, 16 maí og fer fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi. Enn eru einhver pláss laus og hvetjum við konur til að skrá sig. 

Leikfyrirkomulag í Vormóti er 2 manna Greensom þar sem tveir leikmenn leika saman í liði. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Hámarksforgjöf í mótinu er 32. Forgjöfin reiknast þannig að 0,6 er tekin af lægri forgjöfinni og 0,4 af þeirri hærri og það lagt saman sem myndar þá forgjöf fyrir liðið. Ræst verður út af öllum teigum kl.10.00. Út af Covid verður ekki rúta og heldur ekki matur eftir mót, konur koma sér sjálfar til og frá Akranesi. Verðlaun verða afhent fyrir 1. – 3. sæti ásamt nándarverðlaun á öllum par  3 brautum vallarins – verðlaunaafhending fer fram síðar.

Mótsgjaldið er 6.000 kr á mann og innifalið er teiggjöf, vallargjald, samlokur/vefjur og drykkur.

Skráning fer fram í Golfbox, þar geta tvær skráð sig saman sem lið. Við röðum ekki í holl, eflum liðsandann og spilum saman.

Mótsgjaldið greiðist inn á reikn. 0537-14-000848 kt 160672-4049 kr 6.000 (12 þús fyrir lið). Vinsamlega sendið póst til Guðrúnar Óskarsdóttur (gudrunos@yahoo.com) ef þið eruð að greiða fyrir fleiri en eina.Skráningu lýkur fimmtudaginn 13. maí og þá detta þær út sem ekki hafa greitt mótsgjaldið og biðlisti tekur við.

Upp með fjörið og út á völl og allar saman nú - tökum vel á móti sumrinu og skemmtum okkur saman!

Sumarmótaröð GR kvenna
Kvennanefndin er einnig búin að raða niður sumarmótaröðinni okkar. Í ár ætlum við að hafa 7 golfdaga og gilda 3 bestu hringir í mótinu. Allar ættu þá að ná að spila amk einhverja 3 hringi af þessum dögum. Núna verður mótið spilað í hverri viku líka og klárast því seinnipartinn í júlí. Mótið hefst mánudaginn 31. maí á Korpu.

Dagsetningar sem leikið verður eru þessar:

  • 31 maí - Korpa
  • 7 júní - Holtið
  • 14 júní - Korpa
  • 21 júní - Holtið
  • 28 júní - Korpa
  • 12 júlí - Holtið
  • 19 júlí - Korpa

*Ein vika dettur út en þá er Meistaramót GR í gangi. 

Með von um frábært golfsumar og mikla gleði,
Kvennanefnd GR

Til baka í yfirlit