Yngri kylfingar sýndu framfarir í mótum helgarinnar - flottur árangur GR

Yngri kylfingar sýndu framfarir í mótum helgarinnar - flottur árangur GR

Það var nóg um að vera hjá yngri kylfingum úr GR á öllum aldurs- og getustigum núna um helgina þar sem leikið var á Vatnsleysuströnd, í Garðabæ og á Akranesi.

Mörg þeirra unnu til verðlauna og heilt yfir sýndi allt okkar fólk framfarir á vellinum eftir stífar æfingar í vetur sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. Þjálfarar eru ánægðir með allar þær jákvæðu breytingar sem hafa orðið og óskar hópnum heilt yfir til hamingju með árangurinn.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit hjá okkar fólki og óskum við verðlaunahöfum sérstaklega til hamingju með sinn árangur.

Áfram GR!


Íslandsbankamótaröðin (GL)

14 ára og yngri stelpur:
1.sæti - Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR
3.sæti - Pamela Ósk Hjaltadóttir GR

15 – 16 ára stelpur
1.sæti - Nína Margrét Valtýsdóttir GR

15 – 16 ára strákar
1.sæti - Finnur Gauti Vilhelmsson GR (eftir bráðabana)
2.sæti - Bjarni Þór Lúðvíksson GR (eftir bráðabana)
3.sæti - Böðvar Bragi Pálsson GR 

17 – 18 ára stúlkur
1.sæti - Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR (eftir bráðabana)

Heimslistamótaröðin (GKG)

Karlaflokkur Topp 10
2.sæti - Viktor Ingi Einarsson GR (eftir bráðabana)
3.sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson GR og Sigurður Bjarki Blumenstein GR
4.sæti - Sigurður Már Þórhallsson GR
7.sæti - Elvar Már Kristinsson GR

Áskorendamótaröðin (GVS)

18 holu flokkar

14 ára og yngri strákar
1.sæti - Hjalti Kristján Hjaltason GR
4.sæti - Tryggvi Jónsson GR
12.sæti - Jón Eysteinsson

15 – 18 ára piltar
1.sæti - Kjartan Guðnason GR

14 ára og yngri stelpur
5.sæti - Gabríella Neema Stefánsdóttir GR
6.sæti - Brynja Dís Viðarsdóttir GR
7.sæti - Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR

9 holu flokkar

12 ára og yngri strákar
3.sæti - Daníel Björn Baldursson GR
8.sæti - Arnar Bjarki Ásgeirsson GR 

10 ára og yngri strákar
2.sæti - Benedikt Líndal Heimisson GR
4.sæti - Ingimar Jónasson GR

Til baka í yfirlit