Götun, söndun og lokun – Sjórinn og allt æfingasvæðið utan við Bása!

Ágætu kylfingar,

Nú þegar langt er liðið á þetta fína golfsumar þurfum við að huga að næsta ári og höfum við hafist handa við að loka vellinum eins og þið hafið sennilega orðið vör við.

Eftir helgina stefnum við að því að hefja djúpgötun og söndun flatanna á Sjónum. Við munum samhliða því loka þeim hluta vallarins fyrir veturinn.

Landið verður opið eitthvað áfram en mun loka þegar fer að frysta, Thorsvöllur er sem fyrr opinn allt árið

Fljótlega eftir helgina munum við að óbreyttu einning hefja að vatnstæma vökvunarkerfin okkur til að verja gegn frosti og munu þá salernin á báðum völlum Grafarholti og Korpu loka.

Frá og með deginum í dag munum við loka Grafarkotsvellinum (litla 6 holu æfingavellinum við Bása) ásamt pútt og vipp svæðum utan við Bása.

Golfkveðja

Vallarstjórar