Grafarholtið opnaði formlega í dag – úrslit opnunarmótsins!

Opnunarmót Grafarholts fór fram í dag í frábæru veðri, þó vindurinn hafi aðeins látið vita af sér þá var sól og hátt í 20 stiga hiti. Golfsumarið byrjar vel með brakandi blíðu síðustu daga. Fjöldi kylfinga lagði leið sína á völlinn og var mikil og skemmtileg stemning allan daginn. Ræst var út frá 8:00-15:00 og tóku tæplega 180 kylfingar þátt. Besta skor dagsins átti Kjartan Sigurjón Kjartansson, spilaði hann á 76 höggum.

Það er alltaf tilhlökkun og skemmtileg tilfinning að hefja golfsumarið á Opnunarmótum, hitta félaga og finna spennuna sem fylgir opnun fallegu vallanna okkar. Grafarholtið og Korpan eru formlega opin, tilbúin í slaginn með okkur og við hlökkum til að sjá ykkur á teig á næstu vikum. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að njóta útiverunnar, hreyfingarinnar og samverunnar sem golfíþróttin býður upp á – höfum gaman saman!

Úrslit í Opnunarmóti Grafarholts 2025 urðu þessi:

Forgjöf 0-14

  1. Hjörtur Ingþórsson 38 punktar
  2. Kristján Daníelsson 37 punktar (betri síðustu 6)
  3. Sigurjón Árni Ólafsson 37 punktar

Forgjöf 14,1 og hærra

  1. Jón Stefán Hallgrímsson 40 punktar (betri seinni 9)
  2. Gunnar Freyr Þorsteinsson 40 punktar
  3. Erlendur Snær Ársælsson 39 punktar

Besta skor: Kjartan Sigurjón Kjartansson 76 högg

Nándarverðlaun:

  • 2. braut: Birkir Eyþórsson 530 cm
  • 6. braut: Jón Kristbjörn Jónsson 283 cm
  • 11. braut: Guðrún Ýr Birgisdóttir 313 cm
  • 17. braut: Helga Friðriksdóttir 212 cm

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sinn. Haft verður samband við vinningshafa.