Guðrún Ýr og Rúnar sigurvegarar í The Famous Grouse Open 2024

The Famous Grouse Open var leikið á Korpunni dag, keppt var í betri bolta – punktakeppni og mættu alls 160 keppendur eða 80 lið til leiks. Menn og konur voru sælleg á vellinum í dag enda lék veðurblíða við gesti í allan dag. Keppnin var jöfn og spennandi í allan dag en hjónin Guðrún Ýr Birgisdóttir og Rúnar Jónsson sigruðu með 48 punktum.

Úrslit mótsins urðu þessi:

  1. Guðrún Ýr Birgisdóttir og Rúnar Jónsson 48 punktar
  2. Pétur Gunnar Thorsteinsson og Birna Hreiðarsdóttir 46 punktar
  3. Kristín Inga Guðmundsdóttir og Davíð Júlíusson 45 punktar (best seinni 9)

Nándarverðlaun:

  • 3.braut – Gunnlaugur H Jóhannsson 175 cm
  • 6.braut – Sigrún Ólafsdóttir 222 cm
  • 9.braut – Kristján H Sigurðsson 23,5 cm
  • 13.braut – Dagbjört Bjarnadóttir 55,5 cm
  • 17.braut – Arnór Ingi Finnbjörnsson 125 cm

Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með mánudeginum 1.júlí

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við The Famous Grouse

ATH! Vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2024